Vangaveltur 12. október 2017

Við Vala Mist komum heim á þriðjudagskvöld, ég þorði ekki að segja frá því strax því èg vildi ekki jinxa neitt, svo stutt var stoppið heima síðast. Þetta er engan vegin rökrétt hugsun þar sem að þó að Facebook sé magnað þá hefur það bara engin áhrif á heilsufar fjölskyldunnar.
Þetta er búið að ganga mjög vel fyrir utan að Vala Mist ældi í gærkvöldi.
Þó það sé gott að vera komin heim þá er það líka svo erfitt, sérstaklega þegar eitthvað kemur upp á, því hérna erum við ábyrgðaraðilarnir og höfum enga bjöllu þar sem fagaðilar koma inn og aðstoða okkur.
Èg áttaði mig samt á að ég kynni ýmislegt, eftir að èg var búin að róa mig niður, en fyrstu viðbrögð mín voru að mig langaði að hlaupa út og fara út í buskann og koma aftur seinna þegar allt væri í lagi og allir hressir. Ég ákvað að taka lífsmörk (þe það sem ég get gert hérna heima, hiti, púls og öndun) og mæla ummál höfuðsins, því èg vissi að ég yrði spurð að þessu þegar èg myndi hringja á barnadeildina. Sú skoðun kom eðlilega út og róaðist ég helling við það og rökrétta hliðin komst í gang.
Þegar èg fór niður listann í höfðinu áttaði ég mig á því að hún hefði ekki kúkað síðan deginum áður en það hefur stundum verið vesen hjá henni, sérstaklega stuttu eftir svæfingar.
Við áttum sem betur fer kúkastíla sem aðstoða hana og vitir menn, kvöldið og nóttin fór öll í úthreinsun og daman mun sáttari með lífið og fór að hjala og orðin sjálfri sér lík í dag, en hún er held èg með mesta jafnaðargeð sem ég veit um.
Því ákvað ég að það væri allt í lagi að taka upp úr töskum, panta mér tíma í langþráð dekur og þora að plana örlítið fram í tímann, en það tekur smá tíma að venjast því að vera komin heim og lifa hinu yndislega daglega lífi. Knús og kossar frá okkur í Áshildarholti ❤

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 16. maí 2023