Vangaveltur 12. janúar 2019

Í dag, 12. janúar, er ljósadagur í Skagafirði, þar sem við kveikjum á kertum og minnumst þeirra sem eru ekki lengur hjá okkur. Er þetta falleg leið til að fagna lífinu og þeirri ást sem fólk hefur gefið okkur.
Í dag er líka afmælisdagurinn hennar Völu Mistar, sá fyrsti eftir að hún dó. Ég er búin að bera blendnar tilfinningar til þessa dags og jafnvel kvíða honum, þar til ég tók þá ákvörðun, með hjálp ljósadagsins, að ég ætla að halda uppá hann og gleðjast. Því óhjákvæmilega mun èg hugsa mikið um Völu Mist í dag, litla gleðigjafann okkar og alla þá ást sem hún kom með í líf okkar. Ef það er ekki ástæða til að vera þakklát og fagna er fátt sem gerir það.
Hvet ég ykkur öll, sama hvar þið eruð stödd í heiminum, að gefa ykkur tíma til að setjast niður, kveikja ljós og minnast þeirra sem þið saknið. Leyfið tárunum að falla ef þarf, umfram allt að minnist allra góðu stundanna og varðveita þær.
Að velja það að vera þakklát þrátt fyrir skerandi söknuð, en söknuðurinn væri ekki svona sár ef ástin hefði ekki verið svona mikil. Því er ég þakklát fyrir söknuðinn og það sem hann kennir mér.
Meðfylgjandi er smá myndband af Völu Mist, nákvæmlega eins og ég man eftir henni og held í hjarta mér, hlægjandi hamingjusamt stelpuskott sem bræðir hjarta manns 💕


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023