Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2017

Vangaveltur 6. nóvember 2017

Mynd
Orð fá því ekki lýst hve þakklát ég er að hafa aðgang að góðu heilbrigðisstarfsfólki og sjúkraflugi. Vala Mist var búin að vera með kvef og niðurgang um helgina en alltaf hitalaus svo ég reyndi að halda kúlinu. Þegar drottningin tók svo upp á því að æla á sunnudaginn var mér allri lokið, kúlið fauk út um gluggann og við brunuðum upp á sjúkrahús. Þar var hún skoðuð og tekin CRP prufa sem mælir bólgustig í líkamanum, læknarnir heima sögðust hafa þröskuld fyrir svona 20, en þar sem gildið hennar var 64 sendu þau okkur áfram. Upprunalega planið var að við ættum að fara til Reykjavíkur enda þekkja allir læknarnir hana þar, en veðurguðirnir voru ekki sammála svo við flugum til Akureyrar þar sem hópur af frábæru starfsfólki tók á móti okkur og dekruðu okkur í drasl. Við mæðgur sváfum svo á barnadeildinni í nótt og er daman öll að hressast og matarlystin öll að koma til. Blóðprufurnar sem voru teknar í morgun komu svo vel út þannig að við megum koma heim og erum í þessum skrifuðu orðum