Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2017

Vangaveltur 30. mars 2017

Eitt af því sem við Valur erum búin að læra í öllu þessu ferli er að þiggja aðstoð. Þetta hljómar kannski einkennilega en við erum bæði alveg agalega sjálfstæð og erum vön að gera hlutina sjálf. En það að þiggja aðstoð er rosalega gefandi, því tilfinningarnar sem maður fyllist af eru svo góðar, ekki annað hægt þegar við finnum hve vel fólk hugsar til okkar og vill styðja þétt við bakið á okkur. Þetta er eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Af litlu hetjunni okkar, sem við erum búin að nefna Vala Mist, er það að frétta að við erum komin af gjörgæslunni á barnahjartadeildina þar sem við fáum að vera með henni á einkaherbergi. Það þarf að tappa mænuvöka daglega úr bráðabirgðardreninu og er hún ennþá á sýklalyfjum til að losna við sýkinguna, en það verður ekkert gert fyrr en hún er laus við hana. Bestu kveðjur frá Svíþjóð, Lilja og Valur.

Þakkir 26. mars 2017

Heil og sæl öllsömul. Við erum djúpt snortin af þessum mikla meðbyr og stuðningi og viljum því deila með ykkur stöðu mála eins og hún er í dag. Fyrr í vikunni fékk prinsessan sýkingu og varð mjög veik, þannig að hún fór aftur á barnagjörgæsluna. Þar fór hún á breiðvirk sýklalyf og í aðgerð þar sem drenið úr höfðinu var fjarlægt og bráðabirgðardren sett í staðin sem hægt er að tappa af ef þarf, tíminn leiðir svo í ljós hvort hún þurfi nýtt dren eður ei. Meðhöndlunin á sýkingunni gengur vel, hún er orðin hitalaus og blóðprufurnar koma alltaf betur og betur út. Þegar hún er orðin alveg stöðug þarf hún að fara í hjartaþræðingu þar sem ósæðaboginn er enn aðeins of þröngur. Við tökum bara einn dag í einu og erum þakklát fyrir þá alla. Bestu kveðjur frá Svíþjóð, Valur og Lilja.

Grein frá DV 8. mars 2017

Litla dóttir Lilju og Vals háir erfiða baráttu Gekkst undir hjartaðgerð nokkurra daga gömul- Söfnun hrundið af stað fyrir fjölskylduna – „Hörkudugleg og lætur þetta ekki á sig fá“ Þann 12.janúar síðastliðinn kom dóttir Lilju Gunnlaugsdóttur og Vals Valssonar í heiminn. Litla stúlkan hefur þurft að þreyta erfiða baráttu á fyrstu vikum ævi sinnar og var aðeins nokkurra daga gömul þegar hún gekkst undir opna hjartaðgerð í Svíþjóð. Dvölin hefur verið lengri en áætlað var og ennþá er óvíst hvenær litla fjölskyldan kemst heim á ný. Aðstandendur hafa nú stofnað styrktareikning til að létta undir með þeim Lilju og Val á þessum erfiðu tímum. Lilja og Valur eru búsett í Áshildarholti, rétt við Sauðárkrók og eiga fyrir aðra dóttur,hina fimm ára gömul Ásrúnu. Þau eru um þessar mundir stödd í Lundi þar sem litla dóttirin gekkst undir aðgerð á hátæknisjúkrahúsinu þann 19.janúar síðastliðinn. Þau vilja koma því á framfæri við DV að þau eru þakklát fyrir þann samhug og samstöðu sem þau hafa fun