Færslur

Sýnir færslur frá september, 2020

Vangaveltur 4. september2020

 Kær vinkona sendi mér Ted fyrirlestur sem ég hvet alla til að horfa á (hann er á ensku). Þar fjallar fyrirlesarinn Nora um hvernig sorgin mótar okkur á sama hátt og gleðistundir í lífi okkar og hvernig er jafnvel ætlast til að við höldum áfram og komumst yfir sorgina. Því sorgin eigi ekki að vera partur af lífinu, við eigum að geta skilið hana eftir. Ég held, líkt og Nora, að þetta sé allt of algengt viðhorf, því eftir að hafa upplifað mikla sorg sjálf, átta ég mig á að sorgin verður alltaf partur af mér. Sorgin hefur mótað mig jafnmikið og jafnvel meira en sumar af mínum hamingjusömustu stundum. Hún hefur fengið mig til að líta í eigin barm, hvernig ég vil raunverulega verja lífinu, tímanum mínum og með hverjum. Horfast í augu við hluti sem ég sé eftir og taka ábyrgð á þeim.  Sorgin hefur hjálpað mér að vaxa og þroskast í þá manneskju sem ég er í dag og mér þykir virkilega vænt um þá manneskju. Ég er mun betri og skilningsríkari við sjálfa mig en ég var áður. Ég skil að ég er góð ma