Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2022

Vangaveltur 30. janúar 2022

Haustið 2020 fundum við Valur þrána kvikna hjá okkur að prófa að athuga hvort við gætum eignast annað barn, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar undirritaðrar um annað. Þessi ákvörðun var lengi að meltast um í mér og tekin í mörgum litlum skrefum, meðvituðum og ómeðvituðum. Í þessu, líkt og öðru í lífinu, er hollt að muna að það má skipta um skoðun og það er bara ekkert að því. Ég ætlaði því ekki að trúa því þegar við urðum ólétt nánast um leið og fannst mér þetta allt virkilega óraunverulegt. Enda kom svo á daginn að ekkert yrði úr þeirri meðgöngu, þegar við svo misstum fóstrið í byrjun janúar 2021. Eins erfið og ömurleg lífsreynsla það er að missa fóstur og þar af leiðandi drauminn um barn, var ég svo þakklát fyrir að hafa upplifað þetta á þessum tímapunkti.  Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég missi fóstur en í fyrsta skipti sem ég upplifi þakklæti í kringum þessa upplifun. Þakklætið snérist að því að ég áttaði mig á að þó að barnadraumurinn myndi ekki ganga upp, væri ég samt hamingjus

Vangaveltur 12. janúar 2022

Mynd
Fyrir 5 árum fékk ég Völu Mist fyrst í fangið, eftir nokkurra klst bið þar sem ég lá inni á vöknun að jafna mig eftir keisara og hún í höndum fagfólks inni á vökudeild. Ég er með rauðan nebba, útgrátin og úrvinda, en það sem mér þykir vænt um þessa mynd Þegar ég sá hana liggja mitt í allri snúruflækjunni komst fátt annað að í huga mínum en þráin að fá hana í fangið, svo ég gæti átt þá minningu að halda á henni amk 1 sinni lifandi, svona ef allt færi á versta veg. Ég guggnaði þó næstum því þegar það þurfti 2 starfsmenn að rétta mér hana útaf allri snúruflækjunni en sem betur fer hlustuðu þær ekkert á mig og sögðu að þetta væri minnsta mál í heimi og þetta væri það besta sem ég gæti gefið dóttur minni á þessari stundu, móðurfaðmurinn. Verð ég þeim ævinlega þakklát fyrir, því þegar ég fékk hana í fangið kviknaði tilfinningin að við gætum þetta, hvað svo sem biði okkar. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að litla hnátan okkar myndi vera 5 ára í dag ef hún hefði lifað. Ég ákvað að taka m