Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2019

Vangaveltur 4. ágúst 2019

Það að hafa tekið þá ákvörðun að vera þakklát á hverjum degi hefur svo sannarlega breytt lífi mínu til hins betra. Í fyrstu gat það verið erfitt og ég þurfti virkilega að hugsa mig um hvað ég gæti skrifað niður í dagbókina mína en með tímanum varð það alltaf auðveldara og auðveldara. Sem ég er þakklát fyrir (pun intended). Sérstaklega þegar ég fór í bakinu í febrúar. Einn daginn leið yfir mig vegna sársauka stings þegar ég var að taka lokið af heita pottinum á pallinum hjá okkur. Í kjölfarið kíkti ég til læknis sem sendi mig í myndatöku sem sýndi að ég væri með útbungun á milli þriggja hryggjaliða neðarlega í bakinu. Læknirinn mælti með að ég myndi prófa sjúkraþjálfun áður en annað væri skoðað, sem mér fannst góð tillaga, þar sem möguleiki var á að koma þessu til baka á sinn stað. Sjúkraþjálfunin kenndi mér ýmislegt, í raun var þetta bæði andleg og líkamleg þjálfun, þar sem hugurinn þarf að vera á réttum stað til að þetta gangi. Sjúkraþjálfarinn sagði við mig gullna setningu sem s