Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2017

Vangaveltur 31. júlí 2017

Mynd
Sæl öllsömul. Síðastliðinn miðvikudag varð Vala Mist mjög lasin, hún hélt engu niðri og fann greinilega mikið til. Við drifum okkur upp á sjúkrahús á króknum þar sem hún var vandlega skoðuð og ákváðu þau að senda hana norður á Akureyri í frekari rannsókn. Við fórum þangað með sjúkrabíl þar sem barnalæknar og hjúkrunarfræðingar tóku á móti okkur. Viðtóku dagar sem fóru í bið og endalausar rannsóknir, blóðprufur, rönken, sneiðmyndatökur, ómskoðanir og heilalínurit. Við fundum að við vorum í góðum höndum og hvað mannauðurinn í heilbrigðiskerfinu okkar er ómetanlegur. Þar sem ekki fannst hvað amaði að vorum við send áfram á Barnaspítalann með sjúkraflugi á föstudaginn og fórum við í ennfrekari rannsóknir þar sem kom í ljós að shuntið í höfðinu var hætt að virka og væri stíflað, svo að þau töppuðu af mænuvökva um kvöldið og þá opnaði Vala Mist augun almennilega í fyrsta sinn síðan á aðfaranótt miðvikudags. Hún fór svo í aðgerð á laugardaginn þar sem hún fékk nýtt shunt, aðgerðin g

Vangaveltur 14. júlí 2017

Mynd
Heil og sæl öll sömul. Eins og við höfum áður sagt frá þá förum við í eftirlit á Barnaspítala Hringsins á 2 vikna fresti og mikið rosalega sem við erum þakklát fyrir þetta góða eftirlit og hve vel er hugsað um okkur. Samkvæmt skoðununum lítur út fyrir að Vala Mist þurfi aftur í hjartaþræðingu, þar sem ósæðaboginn er enn með þrengingu öðru megin. Þrengingin er þó búin að vera stöðug í seinustu 2 skoðunum sem er gott svo næst á dagskrá er að fara í eftirlit í byrjun ágúst og meta stöðuna þá, en þau vilja ekki að hún fari of snemma í aðgerðina svona ef svo ólíklega vill til að hún þurfi ekki í aðgerð, en stundum minnkar þrengingin þegar þau stækka þó við búumst ekki við því hjá henni. Í öðrum fréttum er hún komin með 4 tennur og komu þær allar í einu. Við tókum samt eiginlega ekki eftir því fyrr en það fór að klingja í teskeiðinni en henni hefur líklega ekki þótt þetta mikið mál 🙂 Henni finnst líka mjög gaman að borða og smjattið við matarborðið heyrist um allan Skagafjörð 🙈