Vangaveltur 14. júlí 2017


Heil og sæl öll sömul.
Eins og við höfum áður sagt frá þá förum við í eftirlit á Barnaspítala Hringsins á 2 vikna fresti og mikið rosalega sem við erum þakklát fyrir þetta góða eftirlit og hve vel er hugsað um okkur.
Samkvæmt skoðununum lítur út fyrir að Vala Mist þurfi aftur í hjartaþræðingu, þar sem ósæðaboginn er enn með þrengingu öðru megin. Þrengingin er þó búin að vera stöðug í seinustu 2 skoðunum sem er gott svo næst á dagskrá er að fara í eftirlit í byrjun ágúst og meta stöðuna þá, en þau vilja ekki að hún fari of snemma í aðgerðina svona ef svo ólíklega vill til að hún þurfi ekki í aðgerð, en stundum minnkar þrengingin þegar þau stækka þó við búumst ekki við því hjá henni.
Í öðrum fréttum er hún komin með 4 tennur og komu þær allar í einu. Við tókum samt eiginlega ekki eftir því fyrr en það fór að klingja í teskeiðinni en henni hefur líklega ekki þótt þetta mikið mál 🙂 Henni finnst líka mjög gaman að borða og smjattið við matarborðið heyrist um allan Skagafjörð 🙈🙉🙊 Hún er samt ennþá með sonduna til að klára máltíðir en inn á milli erum við farin að eiga sondulausar máltíðir 💪
Svo erum við endurnærð og uppfull af góðri orku eftir tónleika sem við fórum á í Miðgarði í gærkvöldi, en mikið sem það var viðeigandi að akkúrat þessir tónleikar voru fyrstu tónleikarnir hennar Völu Mistar fór á því boðskapur þeirra gæti ekki átt betur við hana, því lífið er núna! ❤

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023