Færslur

Sýnir færslur frá september, 2018

Vangaveltur 28. september 2018

September er hydrocephalus awareness month, sem á íslensku má þýða sem mánuður sem er tileinkaður vitundavakningu um hydrocephalus. Meðfylgjandi mynd sýnir samskonar shunt og Vala Mist er með - þó ég viti ekki hvernig slangan er á litin, enda breytir það ekki öllu 😉 Slangan fer sem sagt úr heilahólfunum og liggur í fitulaginu framan á henni og endar í kviðnum þar sem líffærin soga til sín vökvann - eins og við gerum öll, eini munurinn er að hún þarf slöngu til að koma vökvanum niður í kvið. Slangan er höfð nógu löng til að endast henni ævina, svo framarlega sem hún verður ekki mikið hærri en 175 cm, þannig að núna er hún "í kuðli" í kviðnum á henni og svo leysist bara úr henni þegar Vala Mist stækkar. Í dag er ár síðan Vala Mist var í aðgerð þar sem var verið að fjarlægja sýkt shunt, en ég viðurkenni fúslega að ég á í ástar/hatursambandi við þetta hjálpartæki, þar sem að þetta er ekki hættulaus lausn, því það getur sýkst eða stíflast, þar sem þetta er jú aðskotahlutur í