Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2019

Vangaveltur 16. desember 2019

Jólin - svo dásamleg og gefandi, en á sama tíma erfið og krefjandi. Út af alls konar. Minningar sem bæði íþyngja manni og gleðja. Jólastússi sem gefur manni bæði ánægju og stress. Hlutir sem gáfu manni ánægju eru allt í einu orðin kvöð. En samt ekki alla daga, þegar svona margar andstæðar tilfinningar flækjast fyrir manni getur maður orðið úrvinda. Allt í einu flýgur tíminn hraðar en á gervihnattaöld, jólin eru handan við hornið og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Alls staðar koma til þín skilaboð - vertu klár með allt fyrir jólin en mundu samt að slaka á! Bakaðu 10 gerðir af smákökum en ekki gleyma núvitund! Finndu fullkomnu jólagjöfina á frábærum kjörum, þarf að vera “rétt” framleidd og er ekki með of mikið kolefnisspor! Farðu á jóla- hlaðborð, -tónleika, -skemmtun en mundu samt að svefn og rútína er mikilvæg. Umfram allt vertu kát og glöð því allt er baðað hátíðarljóma og hamingju. Jeminn hvað það er íþyngjandi, sérstaklega þar sem maður getur ekkert alla daga veri

Vangaveltur 2. desember 2019

Fyrir rúmri viku síðan var ár síðan Vala Mist lést. Ég var mikið búin að hugsa um hvort þessi tímamót myndu hafa áhrif á mig og þá hvernig, þar til ég talaði við Val um þetta í október og ég áttaði mig á að það væri enginn munur á þessum degi og öðrum, alltaf væri hún ofarlega í huga mér og þessi dagsetning breyttu engu þar um. Þungu fargi var af mér létt og ég hætti að hugsa um þetta. Svo miklu að þegar ég fór að fá skilaboð og hlýjar kveðjur þurfti ég í upphafi dags að hugsa með mér afhverju fólk væri að senda mér þessi skilaboð, ég hreinlega kveikti ekki á perunni. Það er svo mismunandi hvernig við upplifum sorgina og ekki til nein ein rétt eða röng leið í því, ef maður finnur það sem virkar fyrir mann. Fyrir mig var leiðin að þiggja sorgina og það sem hún gefur mér með þakklæti. Ég skil sársaukann sem hún gefur mér og ég passa mig á að afneita honum ekki, því hann þarf sína útrás rétt eins og hlátur og gleði. Ég átta mig líka á að ég er hamingjusöm þrátt fyrir að vera í sorg. Mé