Færslur

Sýnir færslur frá október, 2017

Vangaveltur 12. október 2017

Við Vala Mist komum heim á þriðjudagskvöld, ég þorði ekki að segja frá því strax því èg vildi ekki jinxa neitt, svo stutt var stoppið heima síðast. Þetta er engan vegin rökrétt hugsun þar sem að þó að Facebook sé magnað þá hefur það bara engin áhrif á heilsufar fjölskyldunnar. Þetta er búið að ganga mjög vel fyrir utan að Vala Mist ældi í gærkvöldi. Þó það sé gott að vera komin heim þá er það líka svo erfitt, sérstaklega þegar eitthvað kemur upp á, því hérna erum við ábyrgðaraðilarnir og höfum enga bjöllu þar sem fagaðilar koma inn og aðstoða okkur. Èg áttaði mig samt á að ég kynni ýmislegt, eftir að èg var búin að róa mig niður, en fyrstu viðbrögð mín voru að mig langaði að hlaupa út og fara út í buskann og koma aftur seinna þegar allt væri í lagi og allir hressir. Ég ákvað að taka lífsmörk (þe það sem ég get gert hérna heima, hiti, púls og öndun) og mæla ummál höfuðsins, því èg vissi að ég yrði spurð að þessu þegar èg myndi hringja á barnadeildina. Sú skoðun kom eðlilega út og

Vangaveltur 8. október 2017

Mynd
Vala Mist ofurnagli fór í aðgerð á föstudaginn og fékk endanlegan ventil/shunt í höfuðið, mikið sem við vonum að þessi sé akkúrat það, þ.e.a.s endanlegur. Þetta er búið að vera erfitt ferðalag, en fyrstu dagana á gjörgæslunni var Vala Mist mjög lasin og það var virkilega erfitt að sitja á hliðarlínunni og geta ekkert gert svo henni liði betur. Sýkingin var í slöngunni sem lá ofan í maga og var kviðurinn orðinn svo sýktur að þarmarnir hálf lömuðust með tilheyrandi kviðverkjum. Enn og aftur er ég orðlaus yfir öllu því frábæra starfsfólki sem við eigum í heilbrigðiskerfinu, en aðhlynningin á gjörgæslunni var óaðfinnanleg eins og annars staðar sem við höfum verið. Við erum komin af gjörgæslunni í Fossvogi og aftur á Barnaspítalann þar sem hún verður á sýklalyfjum a.m.k þar til á morgun, en þá ræða læknarnir sín á milli hver næstu skref eru, á meðan komum við mæðgur okkur vel fyrir þar sem mamman er í skýjunum yfir að vera í einstaklingsherbergi og hafa sér klósett og sturtu - já