Vangaveltur 8. október 2017


Vala Mist ofurnagli fór í aðgerð á föstudaginn og fékk endanlegan ventil/shunt í höfuðið, mikið sem við vonum að þessi sé akkúrat það, þ.e.a.s endanlegur.
Þetta er búið að vera erfitt ferðalag, en fyrstu dagana á gjörgæslunni var Vala Mist mjög lasin og það var virkilega erfitt að sitja á hliðarlínunni og geta ekkert gert svo henni liði betur.
Sýkingin var í slöngunni sem lá ofan í maga og var kviðurinn orðinn svo sýktur að þarmarnir hálf lömuðust með tilheyrandi kviðverkjum. Enn og aftur er ég orðlaus yfir öllu því frábæra starfsfólki sem við eigum í heilbrigðiskerfinu, en aðhlynningin á gjörgæslunni var óaðfinnanleg eins og annars staðar sem við höfum verið.
Við erum komin af gjörgæslunni í Fossvogi og aftur á Barnaspítalann þar sem hún verður á sýklalyfjum a.m.k þar til á morgun, en þá ræða læknarnir sín á milli hver næstu skref eru, á meðan komum við mæðgur okkur vel fyrir þar sem mamman er í skýjunum yfir að vera í einstaklingsherbergi og hafa sér klósett og sturtu - já, það eru litlu hlutirnir sem gleðja 😄
knús og kossar frá okkur!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023