Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2017

Vangaveltur 29. júní 2017

Um síðustu helgi skelltum við hjónin okkur á Drangey Music Festival. Þetta er svo sem ekki frásögufærandi nema að þetta var í fyrsta skipti að einhver passaði Völu Mist fyrir okkur í svona langan tíma. Ég viðurkenni alveg að ég var með hjartað í buxunum yfir þessu, sér í lagi þar sem ég vissi að það þyrfti að gefa henni lyf á meðan við vorum í burtu. Sú staðreynd að pössunarpían (mamma) væri hjúkrunarfræðingur og væri vanari og hæfari en ég að gefa lyf róaði mig reyndar (og það að mamma er klárasta og besta mamma veraldar). Það stoppaði mig samt ekki í að skrifa númeraðan lista hvernig ætti að hugsa um Völu Mist. Þegar ég var búin að skrifa listann stoppaði ég við og fékk smá sjokk. Listinn var tæpar 2 bls. Ég viðurkenni að hann var ítarlegur en hann fjallaði bara um hvernig ætti að gefa lyf og mat eina kvöldstund. Lyf og mat sem búið var að taka til og var tilbúið til notkunar. Og ég skrifaði ekki einu sinni allt sem èg var vön að gera heldur hugsaði að ég gæti bara reddað því þe

Vangaveltur 4. júní 2017

Það er kominn júní! Mikið sem tíminn flýtir sér þegar maður skemmtir sér - eða er það ekki annars örugglega þannig? 🙂 Við erum komin í þokkalega rútínu og gengur bara vel. Foreldrarnir eru farnir að þora með barnið út úr húsi á mannamót og er hún meira að segja búin að kíkja í búðir. Það verður að viðurkennast að það tekur tíma að venjast því að vera ekki vafin í bómul á sjúkrahúsinu þar sem hugsað er fyrir öllu fyrir mann en okkur gengur bara þokkalega í þessu 🙂 Við vorum í tékki á Barnaspítalanum á föstudaginn og kom sú skoðun bara ágætlega út og förum aftur eftir tvær vikur, ekki hægt að segja annað en að það er hugsað alveg rosalega vel um okkur 🙂 Margir spyrja mig út í sonduna sem hún er með, en það er rörið sem fer inn um nefið á henni. Þetta er magasonda sem við klárum máltíðir og gefum henni lyfin í gegnum. Rörið sem sagt fer inn um nefið og niður í maga (Þannig að við höfum skemmt okkur konunglega við að breyta laginu "allur matur á að fara upp í munn og ofan í