Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2022

Vangaveltur 13. febrúar 2022

Vikuna 7.-14. febrúar er vitundavakning um hjartagalla. Ég er búin að eiga svolítið erfitt með þessa viku í ár, erfiðara en árin áður. Kannski vegna þess að ég er ólétt, kannski því ég er nú þegar í hvirfilbyl alls konar tilfinninga og veit oft ekki í hvern fótinn ég á að stíga, þar sem ég rembist við að finna jafnvægi í þeirri gleði og sorg sem lífið færir mér. Er meðvitaðri um að èg eigi hjartaengil en ekki hjartahetju nú þegar nýtt líf er að vaxa innra með mér. Engu að síður finnst mér svo mikilvægt að ræða þessi mál og vekja athygli á þeim. Áður en Vala Mist fæddist vissi ég til dæmis ekki að það fæðast um 70 börn á ári með hjartagalla á Íslandi, sum sem þurfa í aðgerð strax líkt og Vala Mist.  Vala Mist var enn í móðurkviði þegar hjartsláttaróreglan uppgötvaðist og var ég því inniliggjandi þegar barnahjartalæknirinn sagði að honum sýndist að ósæðaboginn væri of þröngur/stíflaður þannig að hún myndi þurfa aðgerð erlendis til að laga þegar þegar hún fæddist. Ég fór í algjöra afneitu

Vangaveltur 5. febrúar 2022

Í morgun vaknaði ég við það að krílan var með hiksta og rétt á meðan ég var að meðtaka hversu krúttlegt mér þætti það, að litla krílið væri farið að gera eitthvað jafn mannlegt og raunverulegt og að hiksta, ákvað hún að dúndra í þvagblöðruna svo það var ekkert annað í boði en að drífa sig á fætur 😅 Ég er meðvituð um svo margt á þessari meðgöngu. Finnst ekkert sjálfsagt, fagna litlu kraftaverkunum en er alltaf með varann á, varnar mechanisminn á hæstu stillingu svona til vonar og vara. Ég er til dæmis ekki búin að kaupa neitt, þó ég sé búin að ákveða hvernig rúm ég vilji, hvernig vagn, barnapíutæki og alla þessa litlu hluti sem gott er að eiga þegar nýtt barn kemur inn á heimilið. Ég er með yndislegt fólk í startholunum í kringum mig sem eru með ákveðna hluti tilbúna þegar ég verð loksins tilbúin að taka við þeim.  Ég átta mig á að þetta eru varnarviðbrögð, því sársaukinn að koma heim eftir að Vala Mist lést var nánast óbærilegur. Dótið á stofugólfinu sem ég hafði fórnað höndum yfir va