Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2020

Vangaveltur 22. mars 2020

Áður hef ég sagt ykkur frá því að ég tók meðvitaða ákvörðun um að vera þakklát fyrir eitthvað á hverjum degi og breyta þannig hugsanagangi mínum. Þessa ákvörðun tók ég þegar við vorum úti í Lund með Völu Mist og þeim rússíbana sem veran þar var. Núna er mikil óvissa í samfélaginu og fólk veit oft ekki í hvern fótinn það á að stíga. Nú á dögunum átti ég samtal við góða konu sem sagði við mig hve heppin ég væri að hafa tekið þessa ákvörðun, þ.e. að vera þakklát, fyrir svona löngu og því kannski betur í stakk búin að takast á við óvissuástandið sem ríkir. Ennfremur sagðist hún dáðst að mér að hafa getið verið svona yfirveguð og tekið þessa ákvörðun. Ég viðurkenni að ég varð hálf orðlaus, því yfirveguð er seinasta orðið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til stundarinnar þegar ég ákvað að ég ætlaði að vera þakklát, en auðvitað vissi hún það ekki. Þegar ég lít til baka átta ég mig samt á því að þakklætisgleraugun voru komin mun fyrr upp hjá mér, en í dag ætla ég að segja ykkur frá stu

Vangaveltur 14. mars 2020

Í morgun vaknaði ég við það að Ásrún skreið upp í til að kúra bara smá áður en hún myndi byrja daginn. Mikið sem ég er þakklát fyrir ástina sem hún gefur mér skilyrðislaust og leyfir mér að elska sig til baka. Þar sem ég byrjaði daginn á þakklæti áttaði ég mig allt í einu hvað ég er full af þakklæti þessa dagana, sem er virkilega mikilvægt í allri þeirri óvissu sem ríkir um þessar mundir. Ég er þakklát fyrir heilbrigðiskerfið og hve vel er tekið á covid-19. Ég er þakklát fyrir upplýsingafundi og fólki í framlínu, sem virðist vera með óþrjótandi orku og halda áfram að leiða okkur öll í gegnum þetta. Ég er þakklát fyrir að þau taki erfiðar en mikilvægar ákvarðanir þrátt fyrir sérskipaða sérfræðinga í hverju horni. Ég er þakklát fyrir að ég tek ekki mark á þessum sérskipuðu sérfræðingum heldur næ að halda ró minni og hugsa rökrétt.  Ég er líka þakklát fyrir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af Völu Mist og veit að það er ein af ástæðunum fyrir að ég næ að halda ró minni og hugsa rökrétt