Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2018

Vangaveltur 28. júní 2018

Síðustu dagar hafa verið svolítið erfiðir verðum við að viðurkenna. Vala Mist er búin að vera frekar mikið lasin og með háan hita, við erum samt búin að fá að vita að hún er með veirusýkingu og hvaða veira það er svo það er ágætt. Við erum ennþá að bíða eftir ræktunum til að vita hvort það sé eitthvað annað líka. Það sem er samt búið að vera erfiðast er að hún er búin að fara nokkrum sinnum í hraðtakt og það er búið að vera bras að finna rétta lyfjaskammt til að halda því í skefjum. Nokkrum sinnum hefur verið prufað að gefa henni skot til að "endurræsa" hjartað, sem hefur stundum gengið en ekki alltaf. Núna vilja læknarnir gefa lyfjunum tækifæri til að ná að tækla þetta án þessa inngrips, en hún á það til að rjúka ennþá upp í hraðtakt þó hann sé lægri en hina dagana. Við munum því vera eitthvað hérna áfram og reynum að vera bjartsýn að þetta fari að ganga betur. Bestu kveðjur frá okkur.

Vangaveltur 26. júní 2018

Síðastliðinn sunnudag vorum við fjölskyldan á Akureyri að njóta góða veðursins. Um klukkan 16 erum við inni á kaffihúsi og èg fer að skipta á Völu Mist, sem er ekki frásögufærandi nema því hún fèkk krampa. Við hringjum á sjúkrabíl og förum á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem fagfólk sinnti henni vel og vandlega, en þetta var mjög erfitt þar sem krampinn/flogið stóð í ca 50 mínútur. Það var sem betur fer ekki stanslaust en engu síður erfitt að horfa upp á. Hún fór í myndatökur og frekari rannsóknir og þar sem hún er hún, með sitt drama 🙃 ákváðu læknarnir að senda hana suður til sinna sèrfræðinga í nánari skoðun. Vegna þessa langa krampa/flogs, telja læknarnir að það sè best að hún fái flogalyf daglega til að koma í veg fyrir þessa óskemmtilegu uppákomu. Góðu frèttirnar eru þær að hún hefur bara fengið flog þegar hún er með hita, svo hún er greinilega með einhvern þröskuld fyrir þeim og fær ekki flog "af því bara". Núna tekur því við lærdómur hvernig við erum sem best búin v

Vangaveltur 1. júní 2018

Mynd
Þegar maður er búin að vera í einangrun (föst inni í sama herberginu til að smita ekki hin börnin á deildinni) er mikil dægrastytting að horfa út um gluggann og sjá fólk og bíla fara fram hjá. Sem betur fer var þetta bara veirusýking, slæm kvefpest með háum hita á mannamáli, svo við erum á heimleið í dag ❤ Hitakrampar eru víst frekar algengir, eða um 5% barna koma árlega á Barnaspítalann vegna þess. Krampinn kemur yfirleitt í upphafi veikinda þegar hitinn er að rjúka upp þar sem heilinn missir stjórn á öllum skilaboðunum sem líkaminn sendir og því kemur krampinn. Meðfylgjandi er linkur á upplýsingar um hitakrampa sem èg hvet ykkur til að lesa, èg hefði viljað verið betur undirbúin undir þetta, en eins og margir foreldrar sem hafa séð börnin sín fá svona krampa hélt èg hreinlega að hún væri að deyja. Sem betur fer er hitakrampi einn og sèr ekki skaðlegur, þó hann sè hrikalegur að verða vitni að. Við fjölskyldan í Áshildarholti sendum ykkur okkar bestu kveðjur með þökk fyrir alla