Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2020

Vangaveltur 11. maí 2020

Mynd
Í gær var alþjóðlegi mæðradagurinn og varð mér hugsað til þessa myndbands sem ég sá þegar Vala Mist var enn á lífi. Ég man hvað ég var þakklát, þegar ég horfði á það í gegnum tárin, að ég væri ekki ein. Ég væri ekki ein að brotna niður, finnast þetta of mikið, finnast ég ekki geta þetta. Ég hef verið þessi kona í öllum þessum myndbrotum. Þegar maður á veikt barn verður allt svo miklu ýktara og maður er settur í þá stöðu að verða að vera sterk. Það er ekkert annað í boði. Það var mikill lærdómur að átta sig á að til að geta verið sterk, þarf maður að leyfa sér að vera það ekki inn á milli. Því maður getur ekki verið sterk alltaf, þá brennur maður hreinlega út, það verður ekkert eftir. Stundin sem ég áttaði mig á því að ég gæti ekki alltaf verið sterk var þegar ég var í EKG riti og ég sá svart á hvítu að það var nákvæmlega ekkert að hjartanu í mér, púlsinn var reglulegur innan eðlilegra marka og hjartað sló eins og eftir klukku. Ástæðan fyrir að ég var í línuritinu var því mér