Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2019

Vangaveltur 23. janúar 2019

Fyrir rúmlega ári síðan kenndi mín yndislega Pála Margrét mér að allir gætu stundað jóga, líka súkkulaðielskandi ísæta eins og ég sjálf. Ég hafði alveg áður prófað jóga en ekki fundið mig almennilega í því, en ákvað að gefa því annað tækifæri með nýju hugarfari. Þessa gjöf gaf Pála mér þegar ég þurfti hvað mest á henni að halda, en á þeim tíma lá Vala Mist inni á gjörgæslu vegna sýkingar í shuntinu og Pála opnaði heimili sitt fyrir mér þar sem ég gat ekki sofið með Völu Mist á gjörgæslunni og Barnadeildin var pökkuð. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og þetta hugarfar hefur hjálpað mér gífurlega til að takast á við allskonar áskoranir sem við höfum staðið frammi fyrir. Núna á föstudaginn mæti ég svo í tíma, sem er í raun ekki frásögufærandi, nema vegna þess að í lok tímans, þegar við erum að fara slaka á og kennarinn segir okkur að hugsa um það sem við erum þakklát fyrir, að það fyrsta sem kemur upp í hugann er að ég sé þakklát fyrir mig sjálfa. Þetta kom jafn eðlilega fram eins og að

Vangaveltur 12. janúar 2019

Í dag, 12. janúar, er ljósadagur í Skagafirði, þar sem við kveikjum á kertum og minnumst þeirra sem eru ekki lengur hjá okkur. Er þetta falleg leið til að fagna lífinu og þeirri ást sem fólk hefur gefið okkur. Í dag er líka afmælisdagurinn hennar Völu Mistar, sá fyrsti eftir að hún dó. Ég er búin að bera blendnar tilfinningar til þessa dags og jafnvel kvíða honum, þar til ég tók þá ákvörðun, með hjálp ljósadagsins, að ég ætla að halda uppá hann og gleðjast. Því óhjákvæmilega mun èg hugsa mikið um Völu Mist í dag, litla gleðigjafann okkar og alla þá ást sem hún kom með í líf okkar. Ef það er ekki ástæða til að vera þakklát og fagna er fátt sem gerir það. Hvet ég ykkur öll, sama hvar þið eruð stödd í heiminum, að gefa ykkur tíma til að setjast niður, kveikja ljós og minnast þeirra sem þið saknið. Leyfið tárunum að falla ef þarf, umfram allt að minnist allra góðu stundanna og varðveita þær. Að velja það að vera þakklát þrátt fyrir skerandi söknuð, en söknuðurinn væri ekki svona sár