Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2022

Vangaveltur 24. nóvember 2022

Í dag eru 4 ár síðan Vala Mist lést. Ég er búin að ströggla extra mikið í ár með þessa viku, sem hófst 18. nóvember þegar hún fór í hjartastoppið. Í raun finnst mér sá dagur erfiðari en dagurinn þegar hún svo lést. Suma daga hefði ég ekki komið mér fram úr nema vegna þess að ég hreinlega þurfti þess. Ég er búin að vera meir og gráta nánast á hverjum degi, útaf engu, útaf öllu. Tárin renna og gera sitt besta að vökva sálina á meðan ég festi mig í minningum og sorg.  Ég átta mig alveg á afhverju ég á svona erfitt með sorgina í ár. Núna er ég með litla dúllu í fanginu sem er svo lífsglöð að við þurfum að hafa okkur öll við að halda í við hana, þar sem hún stendur upp meðfram öllu, farin að skríða fáránlega hratt, sérstaklega þegar hún sér stiga eða köttinn og klappar og hlær yfir lífinu sjálfu.  Það er stundum þegar ég er með hana í fanginu, sérstaklega á nóttunni/snemma morguns og við kúrum, að ég fæ flash back til Völu Mistar. Þegar ég nudda nefinu í dúnamjúkt hárið og kyssi kollinn. Þa