Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2018

Vangaveltur 27. apríl 2018

Mynd
Góðan daginn. Þið hafið ekki heyrt frá okkur lengi og gildir þar orðatiltækið engar fréttir eru góðar fréttir. Vala Mist fór í segulómun á höfði fyrr í mánuðinum sem kom vel út og hún masteraði það eins og allt annað sem hún gerir, en þetta er 18. svæfingin hennar, þar sem hún er ekki komin með aldur til að liggja grafkyrr í 20 mínútur (eða hvað sem segulómunin tekur langan tíma, er ekki með mínútufjöldann á hreinu). Við lærðum líka að innritun og innlögn á sjúkrahús er ekki það sama, en þegar maður mætir í innritun daginn fyrir aðgerð er bara verið að athuga hvort aðilinn sé í stakk búinn til að mæta í aðgerð/svæfingu daginn eftir, svo förum við bara „heim“ og mætum um morguninn fastandi. Sem betur fer eigum við góða að þannig að við lentum ekki á götunni, en við vorum ekki búin að ráðstafa gistingu þar sem við héldum að við myndum gista á Barnaspítalanum. Þar sem allt kom vel út höldum við áfram reglubundnu eftirliti sem er núna á 3 mánaða fresti hjá hjarlæknum og heila- og