Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2018

Vangaveltur 21. desember 2018

Mynd
Í dag er 21.desember, sem hjá flestum þýðir að sé stysti dagur ársins, eftir daginn í dag fer sólin að hækka á lofti. Þetta er líka dagurinn sem hjartsláttaróreglan hennar Völu Mistar kom í ljós í mæðraskoðun fyrir tveimur árum og umturnaði lífi okkar svo um munaði. Facebook var að minna mig á orð sem ég skrifaði í fyrra, sem olli því að ég settist niður og þurfti að koma tilfinningum mínum aðeins niður á blað, sem ég ætla að fá að deila með ykkur. Í fyrra skrifaði ég meðal annars: „Oft hef ég hugsað að ég bara geti ekki meir, hvort það mætti ekki bara enda þetta, því það væri svo miklu auðveldara, hræðslan gerir mann svo úrvinda. Síðan hef ég eytt góðum tíma í að skammast mín fyrir að hafa hugsað þetta, hvers konar manneskja er það eiginlega sem hugsar um það að það væri auðveldara að barnið sitt myndi deyja? Síðan átta ég mig á því að ég er sú manneskja, og ég er góð, hjartahlý og bara alls ekki gallalaus.“ Ég sé ekki eftir þessum skrifum, þau eru jafn sönn í dag og þa

Vangaveltur - Minningarorð 8. desember 2018

Elsku hjartans Vala Mist mín, elsku ljósið mitt. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé að skrifa þessi orð og veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Svo ég ætla að byrja á deginum úti í Svíþjóð, daginn sem ég ákvað að vera þakklát fyrir eitthvað á hverjum einasta degi, sama hversu stórt eða smátt það væri. Því ég hef svo margt að þakka þér, því þú hefur gefið mér svo margt. Þakka þér fyrir að leyfa mér að elska þig og elska mig óskilyrðislaust til baka. Það að upplifa slíka ást er ómetanlegt. Þakka þér fyrir alla kossana sem þú sendir mér, öll brosin, knúsin og að leyfa mér að hugga þig þegar þú þurftir á því að halda. Þakka þér fyrir að hafa svo mikinn áhuga á lífinu að það var full vinna að sitja með þig í sófanum eða að halda á þér, því alltaf vildir þú halda áfram. Þakka þér fyrir að kenna mér að sjá hve sterk ég get verið þegar á reynir og að kenna mér að leyfa fólki að hjálpa mér og gefa mér þannig styrk. Þakka þér fyrir að leyfa mér að sjá að allar tilfinningar eiga

Minningarorð frá Hildi á leikskólanum

Elsku litla hetjan og vinkona mín hún Vala Mist er dáin. Ég kynntist Völu Mist í ágúst þegar hún byrjaði hjá okkur í Lind í leikskólanum. Við þekktumst aðeins í þrjá mánuði en mér fannst ég hafa þekkt þig alltaf. Á þinni stuttu ævi varstu búin að ganga í gegnum allt of margt og miklu meira en fólk gerir á heilli ævi. Þú bræddir alla sem sáu þig og sendir kossana þína. Þú varst ákveðin ung dama og vissir alveg hvað þú vildir, hvaða dót þú vildir og hvert þú ætlaðir. Útivera í snjónum var til dæmis ekki uppáhalds en að horfa út um gluggann, það fannst þér toppurinn. Þú elskaðir söng og klappaðir mikið með. Þú varst búin að taka miklum framförum og dafnaðir vel í leikskólanum. Við vorum bjartsýn á komandi tíma. Það var því mikið áfall þegar fréttir um veikindi þín og andlát barst okkur. Ég get ekki ímyndað mér sorgina sem fjölskyldan öll gengur í gegnum. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur á þessum erfiða tíma elsku Valur, Lilja og Ásrún. Takk fyrir að treysta mér fyrir gullmolanum y

Minningarorð frá leikskólanum

Elsku Vala Mist okkar. Nú kveðjum við þig elsku vinkona. Þrátt fyrir stuttan tíma saman kenndir þú okkur svo margt og verðum við ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við verðum dugleg að skoða myndir af þér og hugsum til þín. Ljósið þitt mun lifa áfram meðal okkar. Nú ertu engill á himnum. Mikið eigum við eftir að sakna þín hér í leikskólanum. Minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Höf. ókunnur) Elsku fjölskylda við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall elsku Völu Mistar. Fyrir hönd leikskólans Ársala, börn og starfsfólk í Lind.