Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2021

Vangaveltur 18. nóvember 2021

Að kvöldi 18. nóvembers 2018 fór Vala Mist í hjartastopp og eftir endurlífgunartilraunir tóku við dagar á gjörgæslunni sem enduðu á að við þurftum að kveðja litla engilinn okkar. Þessi dagur læddist aftan að mér í ár og var ég hálf ómöguleg fram eftir degi, illa sofin og troðandi marvaða ef svo mætti að orði komast. Við Ásrún áttum síðan miða á leikritið Ronju Ræningjadóttur hjá Leikfélagi Sauðárkróks, sem ég bókaði viljandi þennan dag því ég þekki sjálfa mig og vissi að svona afþreying væri rétta meðalið fyrir mig. Á leiðinni á sýninguna snjóaði "jólasnjó" og smitaði Ásrún mig enn einu sinni af sinni einskæru lífsgleði þar sem hún leit til himins og fékk snjóinn í andlitið, hló, sagðist elska svona snjókomu, leit til mín og spurði "mamma, finnst þér ekki lífið dásamlegt?" Og ég áttaði mig á að jú, mér finnst lífið svo sannarlega dásamlegt, með allri þeirri sorg og gleði sem því fylgir. Ég fann þungann lyftast af mér og lífsgleðina hellast yfir mig, því þrátt fyrir