Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2020

Vangaveltur 30. ágúst 2020

Mynd
Stundum á maður daga þar sem ekkert virðist ganga upp. Ég átti þannig dag í gær, eða, hálfgerðan jójó dag. Ég gerði heilan helling en inn á milli helltist yfir mig tilfinning hvað allt væri ómögulegt sem ég væri að gera og væri hreinlega misheppnað. "Auðvitað kom þetta fyrir mig"  "Alveg er það týpísk ég að sulla svona" "Díses, hvað er í gangi?!" Já, þessar hugsanir flugu í gegnum huga minn af og til í gær þegar mér fannst hlutirnir ekki ganga eins og mér fannst að þeir ættu að gera. Enda hafði ég engan tíma í klúður, ég var með heilan lista af verkefnum sem þyrfti að klára sem ég hafði enga yfirsýn yfir og rúllaði því fram og til baka á milli verkefna og fannst ég ekki ná að gera neitt þrátt fyrir að ég gerði helling. Ég sé það í dag. Heilt yfir var dagurinn samt alveg ágætur, það var bara þessi drungi sem helltist yfir mig af og til og áttaði ég mig á því í gærkvöldi þegar ég grét úr mér augun yfir bíómynd (sem kom mér algjörlega á óvart því ég hélt að h

Vangaveltur 5. ágúst 2020

Mikið væri einfalt ef tilfinniningar væru bara alltaf eins, en það er alveg alls ekki þannig, allavega er sorg bara alls konar.  Stundum tengist hún manni beint þannig að maður nær varla andanum. Stundum er hún svo yfirþyrmandi að þú sérð ekki að þú náir nokkurn tíman að jafna þig. Stundum veitir sama sorg þér mikla hlýju, gleði og þakklæti þannig að maður brosir í gegnum tárin. Síðan er það stundin þegar þú horfir á einhvern nákominn þér upplifa sorg. Vanmættið sem því fylgir þegar manni finnst maður ekkert geta gert. Þó er það eina sem þarf er að vera til staðar, í því fylgir mesti styrkurinn. Að finna að maður sé ekki einn. Það þarf engin orð, bara þöglan skilning og viðurkenningu á sorginni. Að það sé í lagi.  Öðruvísi náum við ekki að lifa með henni, en sorg er eitthvað sem yfirgefur mann aldrei. Því er það að læra að lifa með sorginni nauðsynlegur lærdómur ef við ætlum að leyfa okkur að elska. Sem ég vona að allir leyfi sér, því það er fátt meira gefandi í lífinu. Í okkar menning