Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2017

Vangaveltur 29. ágúst 2017

Mynd
Síðastliðinn föstudag tókum við það risaskref að losna við magasonduna þar sem Vala Mist er orðin svo dugleg að borða og taka inn lyfin sín í gegnum munninn 💪 við finnum mikinn mun á henni eftir hjartaþræðinguna, hún er orkumeiri, með meiri matarlyst og farin að hreyfa sig mun meira, þannig að aðgerðin gerði henni greinilega gott. Einnig finnst henni agalega gaman að sitja og hanga í sófanum eins og hinir unglingarnir 😉 Sendum okkar allra bestu kveðjur til allra, Lilja, Valur, Ásrún og Vala Mist

Vangaveltur 12. ágúst 2017

Vala Mist fór í hjartaþræðingu á þriðjudaginn þar sem læknunum tókst að víkka ósæðina og minnka þrýstinginn um helming. Það er þó ennþá þrenging sem þarf að fylgjast vel með svo við höldum áfram reglubundnu eftirliti á Barnaspítalanum. Við fengum að koma heim á miðvikudaginn og njótum þess að vera í faðmi fjölskyldu og vina. Bestu kveðjur Lilja og Valur

Vangaveltur 2. ágúst 2017

Mynd
Við erum komin heim að safna kröftum fyrir næsta bardaga, en það er áætluð hjartaþræðing næskomandi þriðjudag til að víkka ósæðabogann 💪 við njótum lífsins hérna heima og sendum ykkur öllum okkar bestu kveðjur ☺