Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2017

Vangaveltur 21. desember 2017

Mynd
Í dag er 21.desember, sem er dagsetning sem mun verða föst í huga mér það sem eftir er býst ég við. Í dag er ár síðan við komumst að því að það væri eitthvað að hjartanu hennar Völu Mistar þegar ég ætlaði að skreppa í mæðraskoðun. Ekki vissi ég á þeirri stundu að ég myndi ekki koma inn á heimili mitt aftur fyrr en í maí árið eftir, vera búin að horfa uppá barnið mitt deyja næstum því og fara í nokkrar aðgerðir upp á líf og dauða, sem er líklega ágætt, ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta ef svo væri. Sem er reyndar ekki satt, ég hefði alveg komist í gegnum þetta, því það bara þurfti. Oft hef ég hugsað að ég bara geti ekki meir, hvort það mætti ekki bara enda þetta, því það væri svo miklu auðveldara, hræðslan gerir mann svo úrvinda. Síðan hef ég eytt góðum tíma í að skammast mín fyrir að hafa hugsað þetta, hvers konar manneskja er það eiginlega sem hugsar um það að það væri auðveldara að barnið sitt myndi deyja? Síðan átta ég mig á því að ég er sú manneskja,

Vangaveltur 5. desember 2017

Í gær fórum við með Völu Mist í skoðun og kom hún vel út, reyndar hafa seinustu tvær skoðanir komið það vel út að við foreldrarnir fyllumst tortryggni og spyrjum læknana hvort þeir séu alveg vissir að þetta sé svona flott - aldrei getur maður verið ánægður 🙃 Vala Mist dafnar vel þessa dagana, við sjáum dagamun á henni og greinilegt að sjúkraþjálfunin er að skila sér, en hún er farin að geta setið næstum óstudd í smá stund í senn og er hún farin velta sér um allt rúmið þegar hún sefur þannig að maður veit aldrei hvernig hún mun snúa þegar maður kíkir í rúmið. Einnig er hún núna bara á tveimur lyfjum þar sem hin voru orðin óþörf og léttir það rosalega á álaginu fyrir okkur að taka þetta til, þó það sé ósjálfrátt komið í rútínu. Þar sem hún er búin að vera svo hress getum við haldið áfram að klára bólusetningarnar hennar og hvetjum við alla að huga vel að þeim, fá boost ef þið eruð fullorðin (gott að gera það á 10 ára fresti) og bólusetja börnin okkar, það er bara þannig sem við n