Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2020

Vangaveltur 24. nóvember 2020

Í dag eru 2 ár síðan elsku Vala Mist lést. Ég ber mjög blendnar tilfinningar til þessa dags og hann kemur meira við mig í ár en í fyrra. Ég áttaði mig á því um daginn að það er lengra síðan Vala Mist lést heldur en hún lifði, en hún varð 1 árs, 10 mánaða og 12 daga. Þetta kom svolítið flatt upp á mig og ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að melta þetta. Ég veit það í raun ekki ennþá.  Ég finn að þröskuldurinn er lægri fyrir tárum en vanalega. Sem er allt í lagi, ég skammast mín ekkert fyrir tárin mín. Ég skammast mín heldur ekkert fyrir þessar tilfinningar og miklu sorg sem umvefur mig í dag. Ég veit að sorgin er svona sterk því söknuðurinn er svo mikill. Ég hef áður deilt sögu Emily Pearl Kingsley sem fjallar um það að eiga langveikt barn, þar sem myndlíkingin er að maður planar ferðalag til Ítalíu en lendir í Hollandi.  Emily Perl Kingsley er móðir fatlaðs barns og hún hefur oft verið beðin um að lýsa reynslu sinni á að ala upp fatlað barn. Hún svaraði því með sögu sem er orðin þekk