Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2018

Vangaveltur 4. febrúar 2018

Á þessum degi fyrir ári síðan fengum við að vita að það væri líklega eitthvað að höfðinu á Völu Mist svo hún þyrfti í frekari rannsóknir. Ég var að fletta upp í dagbókinni sem èg skrifaði á meðan við vorum úti og þar stóð: "Ég þoli ekki að vera svona hrædd, ég næ varla andanum. Afhverju þarf að vera eitthvað meira að? Ég er svo hrædd að það verði ekki hægt að laga þetta. Afhverju gat lífið ekki leyft mèr að vera foreldri sem kvartar undan svefnleysi og kúkableyjum í stað þess að vera drukkna úr hræðslu að hún bara deyi og ég missi hana frá mèr?". Í dag, nákvæmlega ári síðar sem èg skrifaði þessi orð byrja ég daginn að senda snapp til vina minna þar sem èg sagði frá svefnlausri nóttu (aðallega þar sem við fórum á króksblót í gærkvöldi og það var svo gaman að við komum ekki heim fyrr en um miðja nótt og auðvitað vaknaði daman til að fagna komu okkar heim og hélt stuðinu uppi klukkustund lengur). Stuttu eftir morgunmatinn skipti èg svo um kúkableyju sem endaði þannig að èg