Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2020

Vangaveltur 16. desember 2020

Jólin nálgast óðfluga og nú með allt öðrum hætti en við erum vön. Í stað þess að hitta alla, knúsa, fara á jólatónleika, jólahlaðborð og jólahitt, er knúsið bannað og þú mátt hitta 10 manns. Jólatónleikar eru þó enn í boði, með því að nýta þá frábæru tækni sem hefur óneitanlega hjálpað til í þessum heimsfaraldri, þó það sé annar bragur á, er það svo sannarlega kærkomin skemmtun. Þetta tekur mismikið á fólk, sumir eru við það að springa á meðan aðrir springa yfir því að hinir séu að springa yfir því og eigi að hætta þessu væli.  Við þá sem skilja ekki "vælið" í þeim sem finnst þetta erfitt langar mig að biðja um að nota góðmennsku, því öðruvísi komumst við ekki í gegnum þetta. Það að setja sig í spor annarra er góður lærdómur og víkkar sjóndeildarhringinn. Ekkert okkar er eins og því ekki skrítið að við upplifum hlutina ekki eins. Við þá sem finnst þetta virkilega erfitt vil ég segja að ég skil það ósköp vel og í staðin fyrir að bæla það niður, leyfðu þér að finnast þetta leið