Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2020

Vangaveltur 14. júní 2020

Í síðasta pistli mínum var ég að velta fyrir mér hvort að við værum núna loksins tilbúin í breytingu, setja aðra forgangsröðun í samfélagið. Mér til mikilla vonbrigða virðist ekki svo vera. Nú erum við nýbúin að standa fyrstu bylgju hér á Íslandi í heimsfaraldri og erum að horfa framan í þann veruleika að hjúkrunarfræðingar eru á leiðinni í verkfall, því ríkið er ekki tilbúið að semja við þau þannig að þau fái mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína. Þetta snertir mig á marga vegu, mamma mín er hjúkrunarfræðingur og ég man alveg eftir því úr barnæsku þegar ég fagnaði nýju ári með henni í gegnum símann því hún var í vinnu. Svo hún gæti hugsað um fólk sem þurfti á því að halda. Fólk sem eignast stað í hjarta hennar, þar sem hún fagnar með þeim sigrunum og hlúar að þeim þegar erfiðleikar steðja að. Að upplifa það að sjá hana berjast við að verða ekki bitur vegna þess hvernig er komið fram við hana er rosalega erfitt. Enda get ég ekki ímyndað mér hvernig þetta er, að þurfa að berjast við bitur

Vangaveltur 5. júní 2020

Lengi hef ég haldið því fram að hugarfar skipti máli hvernig við upplifum hlutina. Ég get ekki talið statusana sem ég hef séð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill hætta við 2020, skila því og byrja nýtt ár. Gleyma því hreinlega. Sem ég skil fullkomlega, það er heldur betur búið að hrista upp í okkur og láta okkur upplifa margar tilfinningar. Sem fékk mig til að hugsa. Hvað ef árið 2020 er árið sem við höfum beðið eftir? Árið sem fær okkur til að staldra við og hugsa? Fær okkur til að horfa til kjarnans vegna allra þeirra óþæginda sem það hefur valdið, skaða og hræðslu? Árið sem hreinlega neyðir okkur til að vakna upp af sjálfsstýringunni og því sinnuleysi sem við höfum viðhaldið gagnvart náttúrunni og samfélaginu. Að við tökum þá ákvörðun í sameiningu að við þurfum að breytast og það sem er jafnvel enn mikilvægara; að við séum tilbúin fyrir breytingu. Þegar við erum tilbúin fyrir breytingu förum við að krefjast breytinga, vinnum að breytingum og verðum breytingin. Allt sem