Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2020

Vangaveltur 10. apríl 2020

Mynd
Ég finn fyrir miklu þakklæti þessa dagana. Eitt af því sem ég er hvað þakklátust fyrir er eiginleiki minn í að gera ekki neitt - og njóta þess. Alls staðar í kringum mig líður mér eins og fólk sé að taka allan hraðann sem er dagsdaglega í kringum það og koma því öllu heim. Alls staðar fáum við skilaboð um hvað við eigum að gera og glansmyndir hversdagsleikans fylla samfélagsmiðlana. Ég er alveg rosalega þakklát fyrir að þurfa ekki að taka þátt í þessu kapphlaupi, hvorki meðvitað né ómeðvitað. Ég veit að skipulag og svona dagskrá hjálpar sumum í gegnum þetta, en fyrir aðra er þetta bara of mikið. Enda átt þú allt í einu að kunna allt og gera helst milljón hluti í einu á meðan. Kenna börnunum svo þau komi nú ekki vitlaus út úr þessum vetri, mastera fjarvinnu frá eldhúsborðinu með alla í kringum þig, að ógleymdum öllum heimilisstörfunum sem hrannast upp á hraða ljóssins því allir eru heima alla daga núna. Svo þegar þú ert ekki að vinna eða sinna heimilinu máttu alls ekki gleyma því