Færslur

Vangaveltur 16. maí 2023

Það er langt síðan ég hef sett eitthvað hérna inn, ekki nema eina færslu síðan ég átti Sólrúnu Ingu sem er nýlega orðin eins árs. En ég fann þörf til að deila þessum skrifum með ykkur þar sem fyrr í dag, átti ég samtal við aðra móður, sem á dóttur á aldur við Sólrúnu Ingu og við vorum, í gamansömum tón, að segja frá uppátækjum dætra okkar, sem eru duglegar að fara út um allt og upp um allt. Mér varð hugsað til þessara skrifa þegar ég kom heim og minntist stormsins innra með mér þegar ég skrifaði þessi orð, kvöldið áður en Vala Mist þurfti í enn eina aðgerðina. Kannski hjálpa þessi skrif mín einhverjum sem er að ganga í gegnum eitthvað flókið, ég veit að þau hjálpuðu mér.   27. september 2017 Hér sit ég hágrátandi því mér finnst ég ekki hafa stjórn á neinu. Úti grætur rigningin með mér og ég horfi á regndropana leka niður rúðuna á stóru gluggunum á Barnaspítalanum. Mikið er ég þakklát fyrir að ég sé ekki bitur. Það er held ég alveg rosalega auðvelt að verða bitur í þessum aðstæðum, því

Vangaveltur 24. nóvember 2022

Í dag eru 4 ár síðan Vala Mist lést. Ég er búin að ströggla extra mikið í ár með þessa viku, sem hófst 18. nóvember þegar hún fór í hjartastoppið. Í raun finnst mér sá dagur erfiðari en dagurinn þegar hún svo lést. Suma daga hefði ég ekki komið mér fram úr nema vegna þess að ég hreinlega þurfti þess. Ég er búin að vera meir og gráta nánast á hverjum degi, útaf engu, útaf öllu. Tárin renna og gera sitt besta að vökva sálina á meðan ég festi mig í minningum og sorg.  Ég átta mig alveg á afhverju ég á svona erfitt með sorgina í ár. Núna er ég með litla dúllu í fanginu sem er svo lífsglöð að við þurfum að hafa okkur öll við að halda í við hana, þar sem hún stendur upp meðfram öllu, farin að skríða fáránlega hratt, sérstaklega þegar hún sér stiga eða köttinn og klappar og hlær yfir lífinu sjálfu.  Það er stundum þegar ég er með hana í fanginu, sérstaklega á nóttunni/snemma morguns og við kúrum, að ég fæ flash back til Völu Mistar. Þegar ég nudda nefinu í dúnamjúkt hárið og kyssi kollinn. Þa

Vangaveltur 13. febrúar 2022

Vikuna 7.-14. febrúar er vitundavakning um hjartagalla. Ég er búin að eiga svolítið erfitt með þessa viku í ár, erfiðara en árin áður. Kannski vegna þess að ég er ólétt, kannski því ég er nú þegar í hvirfilbyl alls konar tilfinninga og veit oft ekki í hvern fótinn ég á að stíga, þar sem ég rembist við að finna jafnvægi í þeirri gleði og sorg sem lífið færir mér. Er meðvitaðri um að èg eigi hjartaengil en ekki hjartahetju nú þegar nýtt líf er að vaxa innra með mér. Engu að síður finnst mér svo mikilvægt að ræða þessi mál og vekja athygli á þeim. Áður en Vala Mist fæddist vissi ég til dæmis ekki að það fæðast um 70 börn á ári með hjartagalla á Íslandi, sum sem þurfa í aðgerð strax líkt og Vala Mist.  Vala Mist var enn í móðurkviði þegar hjartsláttaróreglan uppgötvaðist og var ég því inniliggjandi þegar barnahjartalæknirinn sagði að honum sýndist að ósæðaboginn væri of þröngur/stíflaður þannig að hún myndi þurfa aðgerð erlendis til að laga þegar þegar hún fæddist. Ég fór í algjöra afneitu

Vangaveltur 5. febrúar 2022

Í morgun vaknaði ég við það að krílan var með hiksta og rétt á meðan ég var að meðtaka hversu krúttlegt mér þætti það, að litla krílið væri farið að gera eitthvað jafn mannlegt og raunverulegt og að hiksta, ákvað hún að dúndra í þvagblöðruna svo það var ekkert annað í boði en að drífa sig á fætur 😅 Ég er meðvituð um svo margt á þessari meðgöngu. Finnst ekkert sjálfsagt, fagna litlu kraftaverkunum en er alltaf með varann á, varnar mechanisminn á hæstu stillingu svona til vonar og vara. Ég er til dæmis ekki búin að kaupa neitt, þó ég sé búin að ákveða hvernig rúm ég vilji, hvernig vagn, barnapíutæki og alla þessa litlu hluti sem gott er að eiga þegar nýtt barn kemur inn á heimilið. Ég er með yndislegt fólk í startholunum í kringum mig sem eru með ákveðna hluti tilbúna þegar ég verð loksins tilbúin að taka við þeim.  Ég átta mig á að þetta eru varnarviðbrögð, því sársaukinn að koma heim eftir að Vala Mist lést var nánast óbærilegur. Dótið á stofugólfinu sem ég hafði fórnað höndum yfir va

Vangaveltur 30. janúar 2022

Haustið 2020 fundum við Valur þrána kvikna hjá okkur að prófa að athuga hvort við gætum eignast annað barn, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar undirritaðrar um annað. Þessi ákvörðun var lengi að meltast um í mér og tekin í mörgum litlum skrefum, meðvituðum og ómeðvituðum. Í þessu, líkt og öðru í lífinu, er hollt að muna að það má skipta um skoðun og það er bara ekkert að því. Ég ætlaði því ekki að trúa því þegar við urðum ólétt nánast um leið og fannst mér þetta allt virkilega óraunverulegt. Enda kom svo á daginn að ekkert yrði úr þeirri meðgöngu, þegar við svo misstum fóstrið í byrjun janúar 2021. Eins erfið og ömurleg lífsreynsla það er að missa fóstur og þar af leiðandi drauminn um barn, var ég svo þakklát fyrir að hafa upplifað þetta á þessum tímapunkti.  Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég missi fóstur en í fyrsta skipti sem ég upplifi þakklæti í kringum þessa upplifun. Þakklætið snérist að því að ég áttaði mig á að þó að barnadraumurinn myndi ekki ganga upp, væri ég samt hamingjus

Vangaveltur 12. janúar 2022

Mynd
Fyrir 5 árum fékk ég Völu Mist fyrst í fangið, eftir nokkurra klst bið þar sem ég lá inni á vöknun að jafna mig eftir keisara og hún í höndum fagfólks inni á vökudeild. Ég er með rauðan nebba, útgrátin og úrvinda, en það sem mér þykir vænt um þessa mynd Þegar ég sá hana liggja mitt í allri snúruflækjunni komst fátt annað að í huga mínum en þráin að fá hana í fangið, svo ég gæti átt þá minningu að halda á henni amk 1 sinni lifandi, svona ef allt færi á versta veg. Ég guggnaði þó næstum því þegar það þurfti 2 starfsmenn að rétta mér hana útaf allri snúruflækjunni en sem betur fer hlustuðu þær ekkert á mig og sögðu að þetta væri minnsta mál í heimi og þetta væri það besta sem ég gæti gefið dóttur minni á þessari stundu, móðurfaðmurinn. Verð ég þeim ævinlega þakklát fyrir, því þegar ég fékk hana í fangið kviknaði tilfinningin að við gætum þetta, hvað svo sem biði okkar. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að litla hnátan okkar myndi vera 5 ára í dag ef hún hefði lifað. Ég ákvað að taka m

Vangaveltur 18. desember 2021

 Jólin. Yndislegur en flókinn tími. Stundum jafnvel hreint út sagt erfiður. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn, viljað haldið í hefðir og drekkt mér í þeirri gleði og hamingju sem jólin færa okkur. Hin seinni ár hafa jólin flækst fyrir mér, eða öll þessi hamingju og gleði áhersla sem er á jólunum. Fundist það hreinlega yfirþyrmandi. Nú er ég hamingjusöm manneskja en það þýðir ekki að ég sé í blússandi gleði alla daga. Suma daga á ég erfitt með að komast fram úr rúminu. Græt mikið, þröskuldurinn lægri og orkan í lágmarki. Stundum upplifi ég einn af þessum þáttum, stundum alla og jafnvel meira til.  Ég finn að tilfinningarnar fara í meiri rússíbana hjá mér í kringum jólin en hina mánuðina. Ég veit að það spilar margt þar inn í, Vala Mist lést mánuði fyrir jól og það er bara flókið, svona tilfinningalega séð, þó ég segi ekki að það stjórni mér. Hin almenna áhersla á gleði í samfélaginu á þessum tíma, ásamt hefðum og vana veldur því að ég sakna fólksins míns sem ég hef misst meira en aðra