Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2020

Vangaveltur 24. febrúar 2020

Í upphafi árs var ég spurð að því afhverju ég væri að skrifa svona persónulega og deila því með alheiminum, hver væri ástæðan á bak við það. Manneskjunni þótti ég oft heldur persónuleg og hvort ég væri ekki berskjölduð að bera tilfinningar mínar og hugsanir svona á borð. Ég viðurkenni að ég varð hálf orðlaus og gat ekki svarað miklu, enda hafði ég svo sem ekki leitt hugann að því afhverju ég væri að þessu, heldur er þetta bara eitthvað sem ég geri þegar ég finn þörf til að tjá mig og fá útrás fyrir tilfinningar mínar. Síðan þá er ég búin að hugsa þetta örlítið og átta mig á, að líkt og flest allt sem við gerum, að þá eru nokkrar ástæður á bak við hvatann að skrifa svona. Sú fyrsta er mjög sjálfhverf, en það að skrifa svona gefur mér rosalega mikið. Ég get ekki útskýrt útrásina sem ég fæ við að tjá mig svona og hvernig það hjálpar mér að koma reglu á hugsanir mínar og tilfinningar. Einnig finnst mér það styrkja mig að horfast í augu við tilfinningar mínar og við hver skrif finnst