Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2021

Vangaveltur 18. desember 2021

 Jólin. Yndislegur en flókinn tími. Stundum jafnvel hreint út sagt erfiður. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn, viljað haldið í hefðir og drekkt mér í þeirri gleði og hamingju sem jólin færa okkur. Hin seinni ár hafa jólin flækst fyrir mér, eða öll þessi hamingju og gleði áhersla sem er á jólunum. Fundist það hreinlega yfirþyrmandi. Nú er ég hamingjusöm manneskja en það þýðir ekki að ég sé í blússandi gleði alla daga. Suma daga á ég erfitt með að komast fram úr rúminu. Græt mikið, þröskuldurinn lægri og orkan í lágmarki. Stundum upplifi ég einn af þessum þáttum, stundum alla og jafnvel meira til.  Ég finn að tilfinningarnar fara í meiri rússíbana hjá mér í kringum jólin en hina mánuðina. Ég veit að það spilar margt þar inn í, Vala Mist lést mánuði fyrir jól og það er bara flókið, svona tilfinningalega séð, þó ég segi ekki að það stjórni mér. Hin almenna áhersla á gleði í samfélaginu á þessum tíma, ásamt hefðum og vana veldur því að ég sakna fólksins míns sem ég hef misst meira en aðra