Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2023

Vangaveltur 16. maí 2023

Það er langt síðan ég hef sett eitthvað hérna inn, ekki nema eina færslu síðan ég átti Sólrúnu Ingu sem er nýlega orðin eins árs. En ég fann þörf til að deila þessum skrifum með ykkur þar sem fyrr í dag, átti ég samtal við aðra móður, sem á dóttur á aldur við Sólrúnu Ingu og við vorum, í gamansömum tón, að segja frá uppátækjum dætra okkar, sem eru duglegar að fara út um allt og upp um allt. Mér varð hugsað til þessara skrifa þegar ég kom heim og minntist stormsins innra með mér þegar ég skrifaði þessi orð, kvöldið áður en Vala Mist þurfti í enn eina aðgerðina. Kannski hjálpa þessi skrif mín einhverjum sem er að ganga í gegnum eitthvað flókið, ég veit að þau hjálpuðu mér.   27. september 2017 Hér sit ég hágrátandi því mér finnst ég ekki hafa stjórn á neinu. Úti grætur rigningin með mér og ég horfi á regndropana leka niður rúðuna á stóru gluggunum á Barnaspítalanum. Mikið er ég þakklát fyrir að ég sé ekki bitur. Það er held ég alveg rosalega auðvelt að verða bitur í þessum aðstæðum, því