Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2021

Vangaveltur 12. apríl 2021

Skömm. Tilfinning sem við upplifum öll en myndum helst vilja sleppa. Tilfinning sem gerir okkur gjörsamlega varnarlaus, þannig að maður upplifir það að hafa engin vopn í höndunum og er algjörlega berskjaldaður. Hrá hræðsla við að vera ekki nógu góð.  Þetta er sú tilfinning sem ég er hvað mest viðkvæmust fyrir og á erfitt með að stjórna, eða, stjórna viðbrögðum mínum þegar hún kemur upp. Sem er ástæðan fyrir skrifum mínum í dag, sem fyrsta skref í að ná valdi yfir þessari tilfinningu og hvernig ég bregst við henni. Ætla ég að deila með ykkur atviki þar sem ég upplifði skömm fyrir skemmstu. Tengist það nýju áhugamáli mínu, hjólreiðum, en ég byrjaði markvisst að hjóla fyrir um 1 1/2 ári síðan. Það kemur mér í raun ekki á óvart að þessi tilfinning tengist þessu líkamlega athæfi, hjólreiðum, þar sem ég hef aldrei talið mig vera góða í neinum íþróttum, heldur hef ég hreinlega flokkað mig sem lélega og hef lengi vel forðast þess háttar hreyfingu vopnuð alls konar afsökunum, í bland við niðurr