Færslur

Sýnir færslur frá september, 2017

Vangaveltur 28. september 2017

Það gleður mig að segja ykkur að aðgerðin er búin og gekk vel. Vala Mist verður svo á gjörgæslunni fram yfir helgi í góðu yfirlæti, þar til næstu skref eru tekin. Þökkum allar hlýju kveðjurnar, þær safnast upp í orkubankann ❤

Vangaveltur 27. september 2017

Kærar þakkir fyrir öll skilaboðin. Við Vala Mist fórum heim á sunnudaginn en á aðfaranótt mánudags byrjaði hún að verða mjög lasin aftur svo við brunuðum með hana suður á Barnaspítalann aftur. Það sem okkur var búið að gruna en óska að væri ekki rétt hjá okkur var staðfest í morgun, shuntið í höfðinu er sýkt. Þetta þýðir að Vala Mist er að fara í sína 13 skurðaðgerð (og 15 svæfingu) í fyrramálið þar sem shuntið verður fjalægt og bráðabirgðar verður sett í á meðan verið er að drepa sýkinguna. Að sýklalyfjameðferð lokinni fer hún svo aftur í aðgerð þar sem hún fær endanlegt shunt sem skilið verður eftir. Við erum þakklát fyrir allt fagfólkið hérna í heilbrigðiskerfinu og finnum að við erum í öruggum höndum. Bestu kveðjur frá litlu fjölskyldunni í Áshildarholti ❤

Vangaveltur 15. september 2017

Kærar þakkir fyrir öll hlýju skilaboðin og straumana sem þið sendið okkur, þetta skilar sér allt til okkar. Nýjustu fréttir eru þær að þetta er allt í rétta átt, CRP fer lækkandi og öll veirusýnin koma neikvætt út. Hún mun því hætta á öðru sýklalyfinu en heldur áfram á hinu í 9 daga í viðbót, sem er gefið í æð þannig að við mæðgur munum koma okkur vel fyrir hérna á Barnaspítalanum, umvafin fagfólki með hjarta úr gulli. Valur og Ásrún ætla að koma um helgina og hlakka ég til eins og krakki til jólanna að geta knúsað þau og kysst og býst fastlega við að Ásrún muni kalla mig kyssuskrímsli þegar henni finnst vera nóg komið 🙂 Bestu kveðjur frá okkur

Vangaveltur 12. september 2017

Vala Mist er búin að vera hálfslöpp undanfarna viku og fórum við mæðgur með sjúkraflugi á Barnaspítalann í gær eftir viðkomu og skoðun á sjúkrahúsinu heima. Það kom í ljós í dag að hún er með bakteríusýkingu. Hún er líka með hátt CRP gildi sem mælir bólgustig í líkamanum sem að er skrítið og helst ekki í hendur við sýkinguna. Þessi baktería er samt passive og veldur ekki varanlegum skaða þó maður geti orðið mjög lasinn með hana eins og hiti, beinverkir og magakveisa, þannig að við (eða læknarnir) hafa tímann fyrir sér að rannsaka allt í þaula áður en það verður ákveðið hvort þurfi að gera eitthvað drastískt, eins og að fjarlægja shuntið í höfðinu, svo núna fær hún að njóta vafans, er meðhöndluð með sýklalyfjum og rannsóknir halda áfram og sýni send í ræktun. Mamma er svo á leiðinni til okkar og Valur stendur vaktina heima með Ásrúnu. Knús og kossar og takk fyrir alla góðu straumana ❤😘