Vangaveltur 27. september 2017

Kærar þakkir fyrir öll skilaboðin. Við Vala Mist fórum heim á sunnudaginn en á aðfaranótt mánudags byrjaði hún að verða mjög lasin aftur svo við brunuðum með hana suður á Barnaspítalann aftur. Það sem okkur var búið að gruna en óska að væri ekki rétt hjá okkur var staðfest í morgun, shuntið í höfðinu er sýkt.
Þetta þýðir að Vala Mist er að fara í sína 13 skurðaðgerð (og 15 svæfingu) í fyrramálið þar sem shuntið verður fjalægt og bráðabirgðar verður sett í á meðan verið er að drepa sýkinguna.
Að sýklalyfjameðferð lokinni fer hún svo aftur í aðgerð þar sem hún fær endanlegt shunt sem skilið verður eftir. Við erum þakklát fyrir allt fagfólkið hérna í heilbrigðiskerfinu og finnum að við erum í öruggum höndum.
Bestu kveðjur frá litlu fjölskyldunni í Áshildarholti ❤

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023