Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2021

Vangaveltur 29. janúar 2021

Um daginn var ég spurð hve langan tíma það tekur að temja sér þakklæti og jákvætt hugarfar. Ég varð hálf orðlaus og man nú ekki hverju ég stamaði upp en þetta fékk mig til að hugsa. Eins og áður þurfti ég smá tíma til að melta spurninguna. Það er örugglega eins mismunandi og við erum mörg hvað það tekur langan tíma að þjálfa hugann í einhverju. Ég átta mig alveg á að ég var þakklát að eðlisfari áður en ég tók þá meðvituðu ákvörðun að vera þakklát fyrir eitthvað á hverjum degi.  Sú ákvörðun var engu að síður gríðarlega mikilvæg, því með því að taka þá ákvörðun þjálfa ég hugann meðvitað á hverjum degi að líta á það sem ég er þakklát fyrir og þannig fer ég einnig að gera það ósjálfrátt ómeðvitað. Hve langan tíma þetta tók mig get ég þó enn ekki svarað nákvæmlega. En til að hafa einhverja viðmiðunarpunkta þá varð ég mér hugsað til dagsins eftir að Vala Mist dó, en hún dó á aðfaranótt laugardags í lok nóvember 2018, en þá var liðið um 1 1/2 ár síðan ég tók meðvitaða ákvörðun um að ætla að v

Vangaveltur 12. janúar 2021

Mynd
  Í dag er afmælisdagur hjartadrottningunnar okkar. Hún hefði orðið 4. ára ef hún hefði lifað. Í huga mér hugsa ég hana alltaf heilbrigða og hvernig krakki hún væri orðin. Hugsa að það sé vegna þess að ég stimplaði hana aldrei þegar hún var á lífi og geri það því ekki núna heldur. Við ákváðum að taka okkur frí frá hinu daglega lífi í dag og fórum því ekki í vinnu eða skóla og áttum daginn saman. Fórum í bakaríið og fengum okkur fínan morgunmat, bökuðum afmæliskökur (já... Í fleirtölu ) og fórum út að leika. Þar sem engin afmælisgjöf var keypt ákváðum við að millifæra andvirði gjafar til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, en þau stóðu þétt við bakið á okkur þegar Vala Mist fæddist. Svo kveiktum við á kertum í tilefni Ljósadags Skagfirðinga (hefð til að minnast látinna ástvina) bæði hér heima og uppi í garði hjá henni og afa þar sem Ásrún teiknaði hjarta og afmælisköku með 4 kertum í snjóinn fyrir systur sína. Allt í allt fallegur dagur þar sem allur tilfinningaskalinn var tekin