Vangaveltur 12. september 2017

Vala Mist er búin að vera hálfslöpp undanfarna viku og fórum við mæðgur með sjúkraflugi á Barnaspítalann í gær eftir viðkomu og skoðun á sjúkrahúsinu heima.
Það kom í ljós í dag að hún er með bakteríusýkingu. Hún er líka með hátt CRP gildi sem mælir bólgustig í líkamanum sem að er skrítið og helst ekki í hendur við sýkinguna. Þessi baktería er samt passive og veldur ekki varanlegum skaða þó maður geti orðið mjög lasinn með hana eins og hiti, beinverkir og magakveisa, þannig að við (eða læknarnir) hafa tímann fyrir sér að rannsaka allt í þaula áður en það verður ákveðið hvort þurfi að gera eitthvað drastískt, eins og að fjarlægja shuntið í höfðinu, svo núna fær hún að njóta vafans, er meðhöndluð með sýklalyfjum og rannsóknir halda áfram og sýni send í ræktun.
Mamma er svo á leiðinni til okkar og Valur stendur vaktina heima með Ásrúnu.
Knús og kossar og takk fyrir alla góðu straumana ❤😘

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023