Vangaveltur 5. desember 2017

Í gær fórum við með Völu Mist í skoðun og kom hún vel út, reyndar hafa seinustu tvær skoðanir komið það vel út að við foreldrarnir fyllumst tortryggni og spyrjum læknana hvort þeir séu alveg vissir að þetta sé svona flott - aldrei getur maður verið ánægður 🙃
Vala Mist dafnar vel þessa dagana, við sjáum dagamun á henni og greinilegt að sjúkraþjálfunin er að skila sér, en hún er farin að geta setið næstum óstudd í smá stund í senn og er hún farin velta sér um allt rúmið þegar hún sefur þannig að maður veit aldrei hvernig hún mun snúa þegar maður kíkir í rúmið.
Einnig er hún núna bara á tveimur lyfjum þar sem hin voru orðin óþörf og léttir það rosalega á álaginu fyrir okkur að taka þetta til, þó það sé ósjálfrátt komið í rútínu.
Þar sem hún er búin að vera svo hress getum við haldið áfram að klára bólusetningarnar hennar og hvetjum við alla að huga vel að þeim, fá boost ef þið eruð fullorðin (gott að gera það á 10 ára fresti) og bólusetja börnin okkar, það er bara þannig sem við náum að útrýma þessum sjúkdómum. Við erum því nokkuð brött hér í Áshildarholti í byrjun desembermánaðar og sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023