Vangaveltur 26. júní 2018

Síðastliðinn sunnudag vorum við fjölskyldan á Akureyri að njóta góða veðursins. Um klukkan 16 erum við inni á kaffihúsi og èg fer að skipta á Völu Mist, sem er ekki frásögufærandi nema því hún fèkk krampa. Við hringjum á sjúkrabíl og förum á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem fagfólk sinnti henni vel og vandlega, en þetta var mjög erfitt þar sem krampinn/flogið stóð í ca 50 mínútur. Það var sem betur fer ekki stanslaust en engu síður erfitt að horfa upp á. Hún fór í myndatökur og frekari rannsóknir og þar sem hún er hún, með sitt drama 🙃 ákváðu læknarnir að senda hana suður til sinna sèrfræðinga í nánari skoðun.
Vegna þessa langa krampa/flogs, telja læknarnir að það sè best að hún fái flogalyf daglega til að koma í veg fyrir þessa óskemmtilegu uppákomu. Góðu frèttirnar eru þær að hún hefur bara fengið flog þegar hún er með hita, svo hún er greinilega með einhvern þröskuld fyrir þeim og fær ekki flog "af því bara".
Núna tekur því við lærdómur hvernig við erum sem best búin við þessu og erum við umkringd fagfólki sem aðstoðar okkur. Vala Mist er ennþá frekar lasin og fèkk háan hita í gærkvöldi sem hitalækkandi lyf náðu ekki að slá á og hafði það þau áhrif að hjartað á henni fór í hraðtakt sem þau náðu ekki að hægja á fyrr en um eitt í nótt.
Samkvæmt hjartaómun í morgun virðist það ekki hafa haft áhrif á hjartað og voru allir ánægðir með ómunina. Hún er samt ennþá með hita en það hefur tekist að halda honum í skefjum með hitalækkandi lyfjum, svo við verðum hérna áfram á Barnaspítalanum eitthvað lengur.
Læt vita þegar það er meira að frètta af okkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023