Vangaveltur 1. júní 2018


Þegar maður er búin að vera í einangrun (föst inni í sama herberginu til að smita ekki hin börnin á deildinni) er mikil dægrastytting að horfa út um gluggann og sjá fólk og bíla fara fram hjá. Sem betur fer var þetta bara veirusýking, slæm kvefpest með háum hita á mannamáli, svo við erum á heimleið í dag ❤ Hitakrampar eru víst frekar algengir, eða um 5% barna koma árlega á Barnaspítalann vegna þess. Krampinn kemur yfirleitt í upphafi veikinda þegar hitinn er að rjúka upp þar sem heilinn missir stjórn á öllum skilaboðunum sem líkaminn sendir og því kemur krampinn. Meðfylgjandi er linkur á upplýsingar um hitakrampa sem èg hvet ykkur til að lesa, èg hefði viljað verið betur undirbúin undir þetta, en eins og margir foreldrar sem hafa séð börnin sín fá svona krampa hélt èg hreinlega að hún væri að deyja. Sem betur fer er hitakrampi einn og sèr ekki skaðlegur, þó hann sè hrikalegur að verða vitni að.
Við fjölskyldan í Áshildarholti sendum ykkur okkar bestu kveðjur með þökk fyrir alla hlýja strauma í okkar garð.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023