Vangaveltur 28. júní 2018

Síðustu dagar hafa verið svolítið erfiðir verðum við að viðurkenna. Vala Mist er búin að vera frekar mikið lasin og með háan hita, við erum samt búin að fá að vita að hún er með veirusýkingu og hvaða veira það er svo það er ágætt. Við erum ennþá að bíða eftir ræktunum til að vita hvort það sé eitthvað annað líka.
Það sem er samt búið að vera erfiðast er að hún er búin að fara nokkrum sinnum í hraðtakt og það er búið að vera bras að finna rétta lyfjaskammt til að halda því í skefjum. Nokkrum sinnum hefur verið prufað að gefa henni skot til að "endurræsa" hjartað, sem hefur stundum gengið en ekki alltaf. Núna vilja læknarnir gefa lyfjunum tækifæri til að ná að tækla þetta án þessa inngrips, en hún á það til að rjúka ennþá upp í hraðtakt þó hann sé lægri en hina dagana.
Við munum því vera eitthvað hérna áfram og reynum að vera bjartsýn að þetta fari að ganga betur.
Bestu kveðjur frá okkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023