Vangaveltur 30. mars 2017

Eitt af því sem við Valur erum búin að læra í öllu þessu ferli er að þiggja aðstoð. Þetta hljómar kannski einkennilega en við erum bæði alveg agalega sjálfstæð og erum vön að gera hlutina sjálf. En það að þiggja aðstoð er rosalega gefandi, því tilfinningarnar sem maður fyllist af eru svo góðar, ekki annað hægt þegar við finnum hve vel fólk hugsar til okkar og vill styðja þétt við bakið á okkur. Þetta er eitthvað sem við munum aldrei gleyma.
Af litlu hetjunni okkar, sem við erum búin að nefna Vala Mist, er það að frétta að við erum komin af gjörgæslunni á barnahjartadeildina þar sem við fáum að vera með henni á einkaherbergi. Það þarf að tappa mænuvöka daglega úr bráðabirgðardreninu og er hún ennþá á sýklalyfjum til að losna við sýkinguna, en það verður ekkert gert fyrr en hún er laus við hana.
Bestu kveðjur frá Svíþjóð, Lilja og Valur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023