Þakkir 26. mars 2017

Heil og sæl öllsömul. Við erum djúpt snortin af þessum mikla meðbyr og stuðningi og viljum því deila með ykkur stöðu mála eins og hún er í dag. Fyrr í vikunni fékk prinsessan sýkingu og varð mjög veik, þannig að hún fór aftur á barnagjörgæsluna. Þar fór hún á breiðvirk sýklalyf og í aðgerð þar sem drenið úr höfðinu var fjarlægt og bráðabirgðardren sett í staðin sem hægt er að tappa af ef þarf, tíminn leiðir svo í ljós hvort hún þurfi nýtt dren eður ei. Meðhöndlunin á sýkingunni gengur vel, hún er orðin hitalaus og blóðprufurnar koma alltaf betur og betur út. Þegar hún er orðin alveg stöðug þarf hún að fara í hjartaþræðingu þar sem ósæðaboginn er enn aðeins of þröngur. Við tökum bara einn dag í einu og erum þakklát fyrir þá alla. Bestu kveðjur frá Svíþjóð, Valur og Lilja.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023