Vangaveltur frá 12. apríl 2017

Við erum búin að eiga rólega daga hèrna í Svíþjóð. Blóðprufurnar koma alltaf vel út hjá Völu Mist og erum við foreldrarnir orðlaus yfir þolinmæði og skilningi Ásrúnar yfir þessu öllu saman. Núna eru heila- og taugalæknarnir að vinna í að finna rétta stillingu fyrir drenið í höfðinu en það getur tekið smá tíma. Svo erum við byrjuð með pelaþjálfun 101 þar sem Vala Mist er orðin svo vön sondunni að hún nennir ekki að drekka sjálf. Maginn hjá henni er líka allur að koma til og fögnum við öllu prumpi, kúki og ropum ákaft - sem er yndislega eðlilegt eitthvað þegar þriggja mánaða barn á í hlut.
Sendum góðar kveðjur heim, Lilja og Valur


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 5. febrúar 2022

Vangaveltur 14. mars 2020

Vangaveltur 5. júní 2020