Vangaveltur 11. maí 2017

Vá hvað það er gott að vera komin heim.
Það hlýjar hjartað hve vel er tekið á móti okkur, alls staðar sem við komum fáum við góðar kveðjur, knús og bros. Þessi samhugur í samfélaginu okkar er ómetanlegur og eiginlega ekki hægt að lýsa honum með orðum.
Við erum ennþá að koma okkur í rútínu enda margt nýtt að læra með litla hjartadrottningu á heimilinu með öllum sínum fylgihlutum og lyfjum. Sem betur fer á móðirin við skipulagsáráttu að stríða en það hefur hjálpað okkur í að koma öllu fyrir 🙂
Rússíbaninn heldur samt örlítið áfram en á þriðjudagsmorgun fannst okkur prinsessan eitthvað slöpp og ekki lík káta og hamingjusama barninu sem við þekkjum, svo við kíktum upp á sjúkrahús hér til að fá fagleg augu að skoða hana. Eftir blóðprufu þar og almennt tékk vildu þau hafa vaðið fyrir neðan sig svo við skruppum til Akureyrar í frekari próf, en á leiðinni ákvað daman að hressast við þannig að við mættum þangað með hjalandi ungabarn.
Þau tóku engu að síður prufur sem komu vel út svo við fengum að fara heim aftur og erum við búin að svífa um á okkar bleika skýi síðan. Í morgun skruppum við svo aftur upp á sjúkrahús til að taka aðra blóðprufu til að sjá hvort gildin séu ekki að fara í rétta átt, sem þau eru að gera, þannig að akkúrat núna sit ég á svölunum heima og píri augun og reyni að sjá það sem ég er að skrifa hérna inn, en það er sannkölluð spánar stemning á svölunum okkar, enda snúa þær til suðurs og sólin gleður okkur með nærvist sinni í dag.
Næst á dagskrá er síðan að kíkja suður í eftirlit í næstu viku á Barnaspítalann og bara halda áfram að njóta lífsins.
Sendum öllum knús og kossa úr firðinum fagra Lilja, Valur, Ásrún og Vala Mist

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vangaveltur 12. janúar 2019

Vangaveltur 12. október 2017

Vangaveltur 16. maí 2023